Skarfur

Skarfur er talinn vera fjögurra til fimm ára. Skarfur var yfirgefinn af eigendum og lenti á vergangi í a.m.k. tvö ár. Hann leit ekki vel út þegar hann kom til okkar, var tætingslegur og illa haldinn af þvagfærasýkingu og með brotnar tennur. Nú hefur Skarfur fengið læknishjálp og er orðinn mjúkur í feldi og fallegur en fjarlægja þurfti úr honum fjórar tennur. Hann hefur mjög gaman af að leika sér og elskar að kúra í hálsakoti, hjá þeim sem hann treystir. Sennilega hentar honum best að vera eina kisan á heimili.

Til að sækja um Skarf smellið þá hér

Villikettir