Kubbur Vestmannaeyjum

Kubbur er ca 3ja ára.. Hann er yndislegur, búinn að vera einhvern tíma á vergangi. Hann er matargat og þykir klappið gott. Hann er með skemmtilega ráma rödd og lágt mjálm. Það er enn mikill leikur í honum. Hann og Villimey eru miklir vinir eftir að þau kynntust í kotinu. Lífið hjá honum er búið að vera erfitt, það sást þegar hann kom í kotið okkar, var allur í sárum, en núna er feldurinn hans farinn að gljáa, sem var alveg mattur. Hann á svo skilið að fá gott heimili, einnig er hann mjög góður með öðrum köttum.

Til að sækja um Kubb smellið þá hér

Villikettir