Geisli Suðurlandi

Geisla langar mjög mikið að eignast sitt eigið heimili. Geisli hefur verið í dekri hjá okkur undanfarið. Hann fannst ansi illa farinn eftir vergang, sem greinilega hefur staðið yfir í langan tíma. Geisli er mjög forvitinn, góður og yndislegur á allan hátt. Sennilega hentar honum best að vera eini kötturinn á heimili til að byrja með, en hann er að læra að deila athyglinni. Hann er búinn að fá alla læknismeðferð sem hann þurfti. Talinn vera 4 ára, er geldur, örmerktur, bólusettur og ormahreinsaður. Hann var svo illa farinn í feldi að raka þurfti úr honum flóka víða og gera að sárum hans. Við vonum að skallablettirnir hverfi eða minnki með tímanum.
Til að sækja um Geisla þá smellið hér
Villikettir