Kalli Reykjanesbæ

Kalli er rosalega skemmtilegur karakter og frábær heimiliskisi sem elskar klapp og knús en hann er óttalega hrekkjóttur við aðra ketti svo best væri að hann yrði eini kisinn á heimilinu. Kalli var á vergangi upp á KEF flugvelli og fór svo frá okkur á heimili en nú er fólkið að flytja og getur Kalli því miður ekki búið með þeim á nýja staðnum svo hann er að koma aftur til okkar.  Er ekki einhverjum þarna úti sem vantar skemmtilegan félagsskap.
Kalli er hjá villikettir reykjanesbæ og nágrenni. 
Til að sækja um Kalla þá smellið hér
Villikettir