Grettir og Viðja Suðurlandi

Við leitum að öruggu framtíðarheimili fyrir villingana Gretti og Viðju. Þau eru talin geta verið systkini, gullfalleg en afar stygg. Þau leyfa ekki klapp ennþá en Viðja er alltaf til í leik við þá sem hún treystir. Vill einhver gefa þessum samrýmdu kisum tækifæri á heimili þar sem þau geta verið saman og lært að treysta fólki og fengið að taka framförum á sínum hraða? Þau þurfa að vera innikisur og óska eftir heimili þar sem þau hafa fallegan glugga með góðu útsýni, því þau elska að fá að fylgjast með lífinu utandyra.

Til að sækja um Gretti og Viðju þá endilega fyllið út þetta form hér

Villikettir