Bella Reykjanesbæ

Þetta er hún Bella. Hún fór á heimili frá okkur en svo kom í ljós mygla á heimilinu og var hún og fjölskyldan hennar öll orðin veik. Bella hinsvegar lagaðist um leið og hún kom aftur til okkar og höfum við ekki séð neitt athugavert við hana en fólkið hennar þurfti að flýja heimili sitt og gátu ekki tekið hana með svo þessi elska leitar að nýrri fjölskyldu. Hún er rosalega blíð og góð og bara yndislegur heimilisköttur. Er ekki einhver sem vill veita þessari yndislegu dömu heimili. 
Bella er hjá villiköttum reykjanesbæ og nágrenni
Til að sækja um Bellu þá smellið hér
Villikettir