Fífí Reykjanesbæ

Fífí er um 1 árs voðalega ljúf og góð læða sem elskar klapp. Hún er með svolítið lítið hjarta en það er eh sem lagast pottþétt hjá henni með tímanum. Hún fór á heimili frá okkur sem gekk ekki upp þar sem hún slapp alltaf út og þorði ekki inn sjálf svo hún leitar nú að framtíðarheimili sem getur haldið henni inni allavega þangað til hún er orðin öruggari með sig. Fífí er hjá villiköttum reykjanesbæ og nágrenni

Til að sækja um Fífí þá smellið hér

Villikettir