Grámann Suðurlandi

Grámann er af dýralæknum talinn vera fjögurra og hálfs árs en við teljum hann jafnvel geta verið talsvert eldri. Grámann hefur lengi verið á vergangi en hann hefur ekki svelt því nokkrir Selfyssingar hafa verið duglegir við að gefa honum mat og hann hefur komist í skjól. En nú er hann búinn að fá nóg af útiverunni og vill eignast sitt eigið heimili. Búið er að raka flóka úr feldinum hans og taka úr honum brotnar tennur, örmerkja, bólusetja og ormahreinsa. Grámann leitar að mjög rólegu heimili þar sem hann er eini kötturinn. Hann er svolítið lítill í sér en ljúfur og malar glaður ef gælt er við hann. Hann vill helst láta strjúka sér á matmálstímum og hvetja sig til átu en hann hefur verið heldur matgrannur hjá okkur.

Til að sækja um Grámann þá smellið hér

Villikettir