Bella Austurlandi

Bella er tveggja ára læða sem kom til okkar úr erfiðum aðstæðum ásamt kettlingahóp, en Bella hefur gotið a.m.k. 4 sinnum á sinni stuttu ævi. Kettlingarnir eru farnir á heimili og nú er komið að Bellu að leita að sínum framtíðarstað. Bella er smágerð læða með dásamleg græn augu og fallegt hlébarðamynstur á síðum. Hún er mjög róleg og kelin. Bella er vön öðrum köttum en þætti ekkert verra að vera eini kötturinn á heimilinu. Hún leitar að rólegu heimili þar sem hún hefur möguleika á að komast út. Búið er að taka Bellu úr sambandi, ormahreinsa, bólusetja og örmerkja. Hún er staðsett á Austurlandi en er opin fyrir því að hefja nýtt líf í öðrum landshlutum.

Til að sækja um Bellu smelltu hér
Villikettir