Aska Reykjavík

Hún Aska litla er ennþá pínu villingur í eðli sínu, þó hún hvorki bíti né klóri. Hún er mikill karakter og minnir helst á Soffíu frænku í Kardimommubænum. Hún er ennþá ekki mikið fyrir kúr, vill helst leika og þarf því eldri fress til að leika við. Það er þó aldrei að vita nema hún róist með aldrinum og verði meiri kelirófa. Ef þú hefur áhuga á að veita henni heimili, þá er hægt að fylla út umsókn á heimasíðunni okkar.

Til að sækja um Lusy smellið hér
Villikettir