Fífí Suðurlandi

Fífí er talin geta verið 8 til 10 ára. Hún er yndisleg kisa, einstaklega ljúf og blíð og leikur sér eins og kettlingur. Hún tók að sér lítinn kettling, sem fannst einn og stakur og reyndist honum mjög góð mamma og leikfélagi. Þegar Fífí fannst var hún sárlasin og hefur þurft á mikilli læknishjálp að halda. Hún var með lungnabólgu og aðeins eina tönn sem þurfti að fjarlægja, þannig að núna er hún tannlaus. Fífí þakkar öllum þeim sem studdu hana með fjárframlögum í veikindunum en læknisferðirnar voru margar. En nú hefur hún náð heilsu, hefur verið tekin úr sambandi, örmerkt og bólusett og bíður spennt eftir sinni manneskju. Henni myndi henta vel að komast á heimili þar sem fyrir er önnur ljúf kisa en síður þar sem eru mörg dýr. Best væri að hún yrði innikisa. Við leitum að öruggu heimili þar sem Fífí getur átt rólega ævidaga eftir hrakningarnar.
Til að sækja um Fífí þá smellið hér
Villikettir