Yin Austurlandi

Yin er 5 mánaða fress, fæddur í byrjun júní. Hann er forvitinn og fjörugur og mikill áhugamaður um allan mat. Yin er fyrrum villikettlingur frá Seyðisfirði og var orðinn 3 mánaða þegar hann náðist í hús. Síðan þá hefur verið unnið hart að því að manna hann og hefur hann tekið miklum framförum. Hann nýtur þess að láta klappa sér og klóra en vill ekki láta halda á sér. Yin sækir mikið í aðra ketti og finnur í þeim öryggi og því er skilyrði að á hans framtíðarheimili sé annar köttur. Hann er vanur rólegum smáhundi. Yin er staddur á Egilsstöðum en er opinn fyrir því að flytja í annan landshluta.
Til að sækja um Yin smelltu hér
Villikettir