Aska Austurlandi

Aska er u.þ.b. 4 mánaða villikettlingur frá Seyðisfirði (fædd í kringum mánaðarmótin júní/júlí). Hún er ljúf og róleg en svolítið feimin og þarf nýr eigandi að gera ráð fyrir tíma til að öðlast traust hennar að fullu. Eingöngu róleg heimili koma til greina. Ösku lyndir vel við aðra ketti en hún gæti samt vel vanist því að vera eina kisan á heimilinu. Aska er stödd á Egilsstöðum en til greina kemur að flytja hana í aðra landshluta.

Til að sækja um Ösku smelltu hér

Villikettir