Blesa Reykjavík

Blesa kom í búr hjá Villiköttum þegar verið var að leita af annarri kisu, Blesa var veidd 2017 á þessu svæði geld og klippt og sleppt aftur, fólk sem var þarna í hesthúsi gaf henni að borða og veittu skjól, Blesa var farin að koma nær og nær þangað til hún var farin að sofa yfir nótt, hún fór líka til fjölskyldu sem býr í hverfinu fyrir ofan hesthúsin, Blesa fékk að borða þar, þau eru með tvær kisur fyrir og gátu ekki tekið hana að sér. Það er búið að rífa hesthúsið sem hún var með afdrep í svo Blesa er heimilislaus, núna er hugsað um hana í öðru hesthúsi . okkur finnst hún eiga betra skilið, getur orðið mjög góð heimiliskisa. Hún er algjör kelirófa, elskar klapp og kúr, slefar þegar henni er klappað og mjálmar. Dýralæknir telur á að hún sé ca 5 ára.

Til að sækja um Blesu smellið hér
Villikettir