Úlfur Austurland

Úlfur er 1-2 ára blíður og kelinn fressköttur. Honum lyndir vel við aðra ketti en getur líka verið eini ferfætlingurinn á heimilinu. Úlfur er mjög vinalegur og sækir mikið í kjass og klór. Honum þykir gott að liggja í leti og líður best í rólegu umhverfi. Hann hentar því ekki á heimili með mjög ungum börnum. Úlfur er staðsettur á Egilsstöðum en getur flutt hvert á land sem er.

Til að sækja um Úlf smelltu hér

Villikettir