Júlíus Sesar Suðurlandi

Júlíus Sesar er talinn vera á fjórða ári. Hann var á vergangi í allavega tvö ár og enginn vissi hvaðan hann kom. Hann var illa tættur eftir lífsbaráttuna, sífellt leitandi að æti og í árekstrum við aðra ógelda fressketti. En nú er Júlíus kominn í skjól með fleiri kisum og er að átta sig á að matur, ylur og ást er í boði alla daga. Hann er að læra að þiggja snertingu, finnst leikföng orðin sniðug hugmynd og mjúkur sófi finnst honum æði. Almennt semur honum vel við ljúfar kisur en ágengir fresskettir vekja ekki hrifningu hans.

Til að sækja um Júlíus þá smellið hér

Villikettir