Geimur Suðurlandi

Geimur er talinn vera tveggja ára. Hann birtist á sveitabæ á Suðurlandi og enginn kannaðist við hann. Geimur er feiminn en tekur alltaf vel á móti nýliðum í kotinu. Hann var t.d. mjög skotinn í litlu læðunum sem voru með honum í Hverakoti og þær leituðu skjóls hjá honum. Geimur leyfir ekki mikla snertingu ennþá en langar greinilega samt. Hann er forvitinn og fylgist vel með og horfir stóreygður á lífið í kringum sig. Og augun hans eru sérlega falleg. Geimur hefur aldrei lent í árekstrum við aðrar kisur í kotinu og lætur lítið fyrir sér fara.
Til að sækja um Geim þá smellið hér
Villikettir