Bettý Suðurlandi

Bettý er kannski þriggja til fjögurra ára. Þrátt fyrir ungan aldur er hún er hin mikla ættmóðir nokkurra katta, sem komið hafa til okkar. Hún er smá villingur í sér, hefur átt kettlingana sína úti og lífið verið henni erfitt. Hún var samt heppin að geta sótt sér mat hjá góðu fólki og kom alltaf með kettlingana sína til þeirra. En Bettý var fárveik þegar hún kom til okkar en er nú búin að fá læknishjálp. Hún eignaðist síðasta kettlinginn sinn fyrir stuttu, hann birtist mjög óvænt eftir að hún missti úr sér aðra fjóra kettlinga tveimur vikum áður.
 
Til að sækja um Bettý þá smellið hér
Villikettir