Brandalísa Reykjavík

Brandalísa er ljúf og feimin lítil læða. Hún er á góðri leið með að verða róleg og kelin og fer því að styttast í að hún fari að leita sér að heimili. Hún á það ennþá til að narta í putta, en bítur samt ekki. Hún þarf að fá að aðlagast á eigin forsendum og myndi geta farið á mjög þolinmótt heimili þar sem búa vanir kisueigendur. Hún hentar ekki á heimili þar sem eru lítil börn, en gæti verið á heimili með stálpuðum börnum. Hún væri best á barnlaus og rólegt heimili og þyrfti jafnvel að vera eina gæludýrið á heimilinu.

Til að sækja um Bröndulísu smellið hér

Villikettir