Ljúfa Vestfjörðum

Ljúfa  var búin að vera á vergangi á Þingeyri í u.þ.b. 4 ár. Það voru tvær góðar konur sem gáfu henni mat, en annars var hún alltaf úti, í hvaða veðri sem var. Hún náðist í búr í maí, og þá kom í ljós að hún var mjaðmabrotin. Talið er líklegt að hún hafi verið brotin í a.m.k. ár, allavega var rúmt ár frá því hún sást fyrst hölt. Eftir að henni hafði verið náð fór hún í aðgerð (í ágúst) til að laga brotið og gekk aðgerðin mjög vel. Núna er hún hjá sjálfboðaliða Villikatta, ásamt tveimur öðrum kisum (högnar) sem henni semur ekkert sérstaklega vel við en er öll að koma til. Eins er hún öll að koma til og leyfir klapp og klór, kemur hlaupandi þegar hún heyrir að það er matur, eins þegar sjálfboðaliðinn kemur heim á daginn. Hún er mjög forvitinn og það er leikur í henni. Líklega þarf hún að vera einhvers staðar þar sem hún fær alla athyglina, þ.e. ekki önnur dýr. Eins að það séu ekki börn á heimilinu, þar sem hún er ennþá mjög hvekkt og getur alveg bitið frá sér. Hún er hölt og verður það líklega alltaf. Hún hoppar ekki hærra en ca í sófa. Eins verður Ljúfa alltaf að vera innikisa og þarf að passa mjög vel að hún komist ekki út.

Til að sækja um Ljúfu smellið hér

 

Villikettir