Buna Vesturlandi

Svört læða. Talin vera sirka 13 vikna gömul (miðast við 01. nóv, 2020). Fannst ein úti í nágrenni við Akranes.

Buna er skemmtileg kisa, mjög forvitin um umhverfi sitt og mikill leikur í henni. Best finnst henni að elta skemmtilega hluti og kútveltast svo með þá. Hún er vör um sig gagnvart ókunnugum og maður þarf að vera duglegur að gefa sig að henni, klappa og strjúka en þegar hún er farin að treysta manni er hún algjört kúrudýr.

Til að sækja um Bunu smellið hér

Villikettir