Ugla Vesturlandi

Þrílit læða. Talin vera sirka 5 mánaða gömul (miðast við 01. nóv, 2020). Fannst úti ásamt got-systur sinni, í nágrenni við Akranes.

Ugla er mjög skemmtilegur karakter. Hún elskar að umgangast aðrar kisur og reynir eins og hún getur að fá að stjórna. Það er mikill leikur í henni og hún er forvitin um umhverfið. Hún er kvekkt og er ennþá að venjast mannfólkinu, svo samskiptin ganga best þegar farið er rólega að henni. Hún hefur ekki enn leyft að láta halda á sér, en einstaka sinnum leyfir hún svolítið klapp. Hún unir sér einna best með mannfólkinu á kvöldin í kósý og vill þá vera nálægt og kúra við fætur.

Til að sækja um Uglu smellið hér

Villikettir