Steini Reykjavík

🎶 Hver vill elska 49 ára gamlan kisa... (https://www.youtube.com/watch?v=P3EN38ox6qE)

Steini kom í búr í haust.

Hann er mjög lítill í sér og biður ekki um mikið, hann hlýtur að hafa lent í einhverju hræðilegu.
Steini er ekki fæddur úti en hefur líklega týnst á einhverjum tímapunkti og búinn að vera á vergangi lengi.

Við teljum að hann þurfi heimili sem gerir litlar kröfur til hans og leyfir honum að taka sinn tíma, þá eru við ekki að tala um nokkrar vikur heldur nokkra mánuði jafnvel ár.
Hann lætur sér það lynda að honum sé klórað á bak við eyrað og klappað EN samt ekkert frekar.
 
Einu viðbrögðin eru þegar honum er gefinn rjómi á puttan, hann eeelskar þeyttan rjóma. 
Stundum leikur hann sér þegar enginn sér til en yfirleitt "er hann bara”.
Steini gerir ekki flugu mein og hefur aldrei slegið til okkar, bara færir sig undan ef honum er klappað meira en í nokkrar mínútur.

Hann hefur tekið smá framförum síðan hann kom til okkar. 
Núna horfir hann í augun á manni og fylgist með, úr sínu hásæti en áður grúfði hann sig niður í teppið sitt.
Hann hefur slakað á og hættur að búast við einhverju hræðilegu frá okkur.
Hann langar að vera memm en þorir ekki enn.

Það þarf einhvern rosalega þolinmóðan sem er tilbúinn að gefa honum allan þann tíma og ást sem hann þarf.
Einhvern kisuhvíslara.

Hann þarf að hafa sinn örugga stað og þá er hann tilbúinn í smá klapp.

Steini þarf að fá að vera innikisa, allavega þar til hann treystir sínu fólki.


PS VILLIKETTIR halda reynar að Steini sé bara 9 ára gamall 
Villikettir