Vinsý Reykjavík

Vinsý er mikið matargat og það er yfirleitt hægt að plata hana með mat. Hún elskar að leika og elta á sér skottið. Hún fylgist með fuglunum úti og heldur að hún sé mikið villidýr. Það vantar aðeins upp á öryggið hjá henni ennþá og hún á það stundum til að hvæsa, en það er nú bara af því að hún er rosa mikið villidýr (að hennar sögn). Hún er feimin, en forvitin og þarf smá þolinmæði.

Til að sækja um Vinsý smellið hér

Villikettir