Fagri Blakkur er talinn vera í kringum sex ára gamall. Hann fékk þetta nafn þar sem hann bar þess greinilega merki að hafa átt erfitt og var þakinn gömlum og nýjum sárum, líklega eftir slagsmál. Ástandið á feldnum hans var svo slæmt að það þurfti að raka verstu flókana í burtu. Fagri hefur smám saman komið út úr skelinni á fósturheimilinu og er nú farinn að sækja í klapp og leikur sér eins og kettlingur. Það er því kominn tími á að finna varanlegt heimili fyrir hann. Það eru alger skilyrði að hann verði inniköttur, því hann þarf að finna öryggi svo hann fari ekki í gamla farið. Hann myndi ekki henta á heimili með börnum, en gæti mögulega búið með öðrum dýrum.
Til að sækja um Fagri Blakkur smellið hér