Kisurnar okkar

Hér getur þú séð þær kisur sem eru í heimilisleit eða óska eftir fósturfjölskyldum.

Allir kettir og kettlingar afhendast ormahreinsaðir, bólusettir, örmerktir og geldir. Fyrir það er greidd hófleg upphæð, nánari upplýsingar fást í umsóknarferlinu.

Mikil hreyfing er á kisunum í okkar umsjá og því enda ekki allir kettir og kettlingar hér á vefnum. Þér er velkomið að fylla út umsókn og ef við teljum umsóknina henta ketti eða kettling á okkar vegum þá höfum við samband. Ef þú ert með einhverjar óskir varðandi persónuleika, inni- eða útikött o.s.frv. þá máttu endilega taka það fram í umsókninni. Við gerum okkar besta til að finna heimili við hæfi fyrir kisurnar okkar.

Vinsamlega hafðu í huga að öll okkar vinna er unnin í sjálfboðavinnu og því náum við ekki að svara öllum umsóknum. Þér er velkomið að endurnýja umsóknina reglulega til að minna á þig.

Umsóknarform

Kettlingar | 3-12 mánaða

Smelltu á myndirnar til að sjá frekari upplýsingar um hvern kettling.

Fullorðnir kettir í heimilisleit

Smelltu á myndirnar til að sjá frekari upplýsingar um hverja kisu.

Kisur í leit að fósturheimilum

Mörgum villiköttum líður einfaldlega betur þegar þeir komast inn í hlýju og öryggi. Sumar koma strax aftur í búr eftir að hafa verið hleypt út, sumar neita að fara úr búrunum sínum þegar þeim er sleppt, og sumar einfaldlega sýna möguleika á að vera ljúfar og góðar kisur á meðan þær eru í okkar umsjá og því er ákveðið að manna þær.

Það er alls ekki allra að fóstra villta kisu. Það tekur oft mikla þolinmæði og þrautseigju að nálgast kisuna á þeirra forsendum og að vinna inn traust hennar.

Hér að neðan getur þú fundið þær kisur sem eru í leit að fósturheimilum.

Það er oft mikil hreyfing á kisum í okkar umsjá og því fara ekki allir kettir hér inn á vefinn. Einnig erum við oft með kisur sem þurfa skammtímafóstur á meðan við auglýsum eftir eiganda og í kjölfarið finnum nýtt heimili ef þarf. Þetta eru oft ljúfar heimiliskisur sem una sér ekki vel með öðrum köttum og það fer illa í þær að vera í kisukotunum okkar.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að fá frekari upplýsingar varrðandi fósturheimili.