fbpx
Katla María 2

Kisurnar okkar

Hér getur þú séð nokkrar af þeim kisum hjá okkur sem eru í heimilisleit eða óska eftir fósturfjölskyldum.

Allir kettir og kettlingar á okkar vegum afhendast ormahreinsaðir, bólusettir, örmerktir og geldir/teknir úr sambandi. Fyrir það er greidd hófleg upphæð til að mæta kostnaði, en nánari upplýsingar eru veittar í umsóknarferlinu.

Mikil hreyfing er á kisunum í okkar umsjá og því enda ekki allir kettir og kettlingar hér á vefnum. Þér er velkomið að fylla út umsókn og ef við teljum umsóknina henta ketti eða kettling á okkar vegum þá höfum við samband. Ef þú ert með einhverjar óskir varðandi persónuleika, inni- eða útikött o.s.frv. þá máttu endilega taka það fram í umsókninni. Við gerum okkar besta til að finna heimili við hæfi sem henta kisunum okkar.

Vinsamlega hafðu í huga að öll okkar vinna er unnin í sjálfboðavinnu og því náum við ekki að svara öllum umsóknum. Þér er velkomið að endurnýja umsóknina  til að minna á þig.

Finndu okkur á samfélagsmiðlum

Kettirnir okkar eru staðsettir út um allt land, í kotunum okkar og inni á fósturheimilum þar sem þeir hafa fengið að kynnast heimilislífinu og undirbúa sig fyrir sitt framtíðarheimili.

Við byrjum oft á að auglýsa kisurnar okkar sem eru í heimilisleit á samfélagsmiðlunum okkar. Hver deild Villikatta er með sína eigin síðu á Facebook og Instagram og því er um að gera að finna okkur þar og fylgjast með fréttum ef þú ert að leita að nýjum fjölskyldumeðlim.

Lena4

Smelltu á myndirnar til að stækka þær

Smelltu á myndirnar til að stækka þær / Click the pictures to see them bigger.

Bergþóra - Suðurland

Kyn: Læða

Litur: Bröndótt

Fædd: sirka 2021

Persónuleiki: Ljúf, kelin, þarf tíma til að aðlagast

Bergþóra náðist með þrjá kettlinga í Rangárþingi eystra um mitt ár 2022 og hefur verið hjá okkur síðan. Hún var ansi mikill villingur og sýndi það, en alltaf sáum við eitthvað í augunum sem benti til að þetta gæti orðið krefjandi en skemmtilegt verkefni. Hún er núna talin vera ca þriggja ára.

Bergþóra er lítil og nett. Hún er ljúf og kelin, snyrtileg og þrifin og getur vel umgengist aðra ketti. Mikill karakter og alger dama, elsku Bergþóra. Það eina sem þarf að hafa í huga er að hún þarf góðan tíma til að aðlagast. Hún elskar teppið sitt og þæfir það rækilega.

Klói - Austurland

Kyn: Fress

Litur: Svartur og hvítur

Fæddur: sirka 2018

Persónuleiki: Feiminn

Klói er um 5 ára gamall svartur og hvítur fress með einstaklega skemmtilegar hvítar tær. Hann hafði verið á vergangi um nokkurt skeið á Seyðisfirði þar sem hann kynntist góðum manni sem gaf honum að borða fyrir utan heimili sitt.

Klói hefur verið hjá okkur í um 2 ár og vill fá að eignast framtíðarheimili.

Hann er pínu feiminn en þiggur klapp þegar hann er farinn að treysta fólkinu, hann verður aftur á móti var um sig ef hann heyrir mikil læti.

Hann þyrfti að komast á rólegt heimili þar sem hann fengi sinn tíma til að aðlagast.

Hann óskar eftir að fá heimili með Vaski vini sínum, en er þó ekki skilyrði.

Kamala - Austurland

Kyn: Læða

Litur: Svört og hvít

Fædd: 2020

Persónuleiki: Til í gott klapp og klór,  hentar ekki á barnaheimili

Kamala er þriggja ára læða sem kom til okkar sem stálpaður villikettlingur frá Seyðisfirði. Henni þykir gott að fá klapp og klór og er yfirleitt til í að leika. 

Hún er vön öðrum köttum en myndi líka una sér vel sem eini kötturinn á heimili. 

Hún hentar ekki á heimili með ungum börnum.

Kamala er búin að vera í heimilisleit síðan í mars 2023.

Nokkrar kisur sem hafa fengið heimili í gegnum Villiketti