Snúlla Reykjanesbæ

Þetta er snúlla. Hún er sirka 7 mánaða og fannst undir heitum potti þegar hun var um 2 mánaða ásamt mömmu sinni henni Skvísu. Snúlla fór a heimili með litlum börnum en gekk það ekki alveg upp  og endaði hún hjá okkur aftur. Barnlaust heimili eða eldri börn / unglingar gæti mögulega hentað henni betur. Hún er ekki mikið fyrir klapp en vill leika og er voða forvitin. Hún þarf þolinmóðan eiganda sem er tilbúin að gefa henni tíma til að koma betur úr skelinni.  Snúlla er hjá villiköttum reykjanesbæ og nágrenni.
Til að sækja um Snúllu þá smellið hér
Villikettir