Snúður Austurlandi

Snúður var á flækingi á Eskifirði. Haft var uppi á eiganda sem vildi ekki fá hann aftur -því leitar Snúður að nýju heimili þar sem hann er velkominn út sína ævidaga. Snúður er 2-3 ára félagslyndur og kelinn köttur sem fær seint nóg af athygli. Honum líkar vel við alla og er vanur börnum. Honum myndi líklega líða best sem eina kettinum á heimilinu og þyrfti að fá að komast út. Búið er að gelda, örmerkja, bólusetja og ormahreinsa Snúð. Hann er staðsettur í athvarfi Villikatta á Reyðarfirði en er tilbúinn að flytja hvert á land sem er.

Til að sækja um Snúð smelltu hér

Villikettir