Skúli Austurlandi

Skúli er u.þ.b. 5 ára gamall og var búinn að vera á vergangi á Eskifirði um nokkuð skeið áður en hann kom til Villikatta á Austurlandi. Skúli er algjör kelirófa og nýtur sín best sem miðpunktur athyglinnar án annara katta. Hann er  staddur á fósturheimili á Egilsstöðum en er tilbúinn að flytja hvert á land sem er og er fljótur að aðlagast nýjum aðstæðum. Búið er að gelda, örmerkja, ormahreinsa og bólusetja Skúla.

Til að sækja um Skúla smelltu hér

Villikettir