fbpx

Matargatið

Matargatið er hugmynd sem varð til hjá nokkrum félagskonum. Þörfin var orðin töluverð mikil á matargjöfum á hverjum degi á nokkrum svæðum og til að koma til móts við það þá þróaðist þessi hugmynd. Matargatið tekur um 5-6 kg af mat og er viðhaldsfrítt með öllu, það er unnið úr gúmmíhellum, pípulögnum og plasti og þolir því vel að blotna. Kostnaður við hvert Matargat er um 6000 kr en með styrkjum þá vonumst við til að geta framleitt nokkur sem hægt er að dreifa á stærstu kattasvæðin.

1150139_1322895184403710_7529185844762489062_n10398999_1322895161070379_1532218414487907662_n

 

 

 

 

 

 

 

Matargötin eru nú orðin 5 talsins og eru að nýtast kisunum stórvel. Maturinn helst þurr og fínn og kisurnar eru búnar að læra nokkuð vel á kerfið, stundum þarf að klóra aðeins eftir matnum og það eru þær farnar að gera. Þær eru í skjóli þegar þær nærast því skýlið nær nokkuð vel út yfir fóðurskálina. Við þökkum eiginmanni einnar félagskonu sérlega fyrir veitta aðstoð en hann hafði umsjá með framkvæmdinni frá a – ö

12376638_1322895174403711_4074870249751755462_n

Ef þið viljið leggja okkur lið og styrkja þetta verkefni þá er styrktarreikningurinn hér : 0111-26-73030 kt 710314-179 það mætti setja í skýringu „Matargat“ en allur aur og styrkir stórir sem smáir er að sjálfsögðu vel þegnir.

12773455_10153918686761894_1707938498_o

Fyrsta Matargatið sem nú hefur verið endurbætt ognú nær skýlið niður á gúmmíbotninn og heldur því betur vætu frá enda veðurfarið á Íslandi ekki alltaf skemmtilegt.

12804786_1301057886587440_3167537091313700515_n

 

 

12809608_1301058029920759_1290861939866653535_n

12813897_1301058023254093_8396659742422335674_n