fbpx

Svar frá Vinum Mosfellsbæjar

Eftir því við best vitum er vinnureglan sú að hálfu Mosfellsbæjar að útigangsdýr sem ekki hefur tekist
að bera kennsl á, og koma aftur til eigenda sinna, verið lógað.

Svör Vina Mosfellsbæjar eru þessi:
1) Við höfum ekki mótað okkur stefnu gagnvart villiköttum og útigangsköttum. Komist fulltrúar okkar í bæjarstjórn erum við tilbúin til þess að skoða og kynna okkur reynslu Hafnfirðinga af samningi við Villiketti.
2) Nei, við höfum ekki mótað okkur aðra stefnu en þá að vakta og virða lög um dýravelferð nr. 55/2013.

Kveðja,
f.h. Vina Mosfellsbæjar
Stefán Ómar Jónsson