fbpx

Svar Píratar Hafnarfirði

Komið sæl
Ég vil þakka ykkur fyrir að hafa samband við okkur og það gleður mig að svara því að við styðjum þetta góða starf sem þið eruð að standa að. Eftirfarandi er stefna Pírata í Hafnarfirði í dýravelferðarmálum:
-Hafnarfjarðarbær opni dýraathvarf fyrir týnd og villt dýr með sólarhringsvakt eða fari í samstarf við nágrannasveitarfélög um slíkt athvarf.
-Stefnt skuli að því að varðveita það starf sem hefur verið unnið að bæta líf og velferð útigangs- og villikatta í Hafnarfirði í  áframhaldandi samstarfi við félagasamtök. Búsvæði útigangskatta verði kortlögð og aðbúnaður katta innan bæjarmarka bættur og reynt að stemma stigu við fjölgun þeirra með aðferð TNR (trap, neuter. release).
-Bæta skuli hundasvæði og hundagerði innan bæjarmarkanna.
-Hundasvæði/gerði þurfi að uppfylla lágmarksstærð og öryggiskröfur. Þeim verði fjölgað og markvisst hugað að viðhaldi.-
-Hundagerði skulu vera vönduð og innihalda leiktæki og aðra afþreyingu.
-Í skipulagi á hverfum skuli gera ráð fyrir hundasvæðum/gerðum – huga þarf að lýsingu og aðbúnaði fyrir hundaeigendur til að þeir geti gengið vel um svæðið sjálfir.
-Gera skuli úttekt á hundagjöldum sem sveitarfélagið rukkar, m.t.t. Hvort breyti eigi útfærslu á hundagjöldum og þjónustunni sem er veitt vegna hundahalds í bænum.
-Þjónusta í meindýravörnum og dýravelferðarstarfi verði endurskoðuð og horft sé til dýraverndunarlaga og Hafnarfjarðarbær setji sér stefnu í dýravelferðarmálum til að varðveita fjölbreytaleika dýralífs í bæjarlandinu. Skoða eigi möguleika Hafnarfjarðarbæjar að því að taka virkan þátt í dýravelferð ásamt öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Góðar kveðjur
Hildur Björg Vilhjálmsdóttir
Fyrir hönd Pírata í Hafnarfirði