fbpx

Aðalfundi 20. mars aflýst – upplýsingar um nýjan fund væntanlegar

Stjórn VILLIKATTA hefur ákveðið að aflýsa boðuðum aðalfundi sem átti að vera þann 20. mars 2023, í ljósi þess að það láðist að geta í fundarboðinu að félagsmönnum yrði gert kleift að sitja aðalfundinn í streymi. Stjórn VILLIKATTA vill gæta jafnræðis og þar sem stutt er í fundinn er okkur ómögulegt að koma því til skila til mörg hundruð félagsmanna að þeir hafi tækifæri, bæði til að sitja fundinn á fjarfundaformi og taka löglegan þátt, sem fullgildir félagsmenn.

Boðað verður til nýs fundar innan viku þar sem óskað verður eftir framboðum og tillögum til lagabreytinga og þá einnig félagsmönnum gert grein fyrir því hvernig fundi verði streymt.