fbpx

Félagsgjöld Villikatta 2024

Kæru félagsmenn VILLIKATTA,

Félagsgjöld VILLIKATTA fyrir árið 2024 munu berast félagsmönnum innan skamms sem valgreiðslur í heimabanka félagsmanna. Félagsgjöldin eru kr 3.800 og hafa verið óbreytt frá 2021. Með greiðslu félagsgjalda eru félagsmenn að styrkja félagið um kr 317 á mánuði (kr 317 á mánuði x 12 mánuði = kr 3.800) en félagsgjöldin eru nýtt í geldingar, læknisaðstoð og skjól fyrir villi-og vergangsketti. Án félagsgjalda gætum við ekki haldið starfssemi VILLIKATTA gangandi.
Félagsgjöld eru valkvæð en með greiðslu félagsgjalda eru félagsfólk að hjálpa félaginu að sinna villi- og vergangsköttum ásamt því að félgasgjöldin gefa kosningarétt á aðalfund. Næsti aðalfundur verður 14. apríl nk.

Ef þú ert ekki kominn með greiðsluseðill í heimabankann eða vilt gerast félagi þá getur þú skráð þig hér: https://www.villikettir.is/skra-sig-i-felagid/