fbpx

Aðalfundur VILLIKATTA verður 14. apríl 2024

Aðalfundur Villikatta verður haldinn þann 14. apríl kl. 14:00, í húsnæði Iðunnar fræðsluseturs að Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Hægt er að taka þátt í aðalfundi í gegnum streymi. Þeir félagsmenn sem vilja taka þátt í streymi, verða að tilkynna slíkt og senda inn tölvupóst á villikettir@villikettir.is, í síðasta lagi tveimur dögum fyrir fund og taka fram nafn og kenntiölu. Þeim verður þá sendur linkur á fundinn. Aðeins félagsmenn geta tekið þátt í streymi.

Frestur til að skila inn framboðum í stjórn félagsins og tillögum að lagabreytingum rennur út þann 7. apríl. Framboð skulu send á netfang félagsins villikettir@villikettir.is, þar sem tekið er fram nafn og kennitala og hvort framboð er í stjórn eða varastjórn.

Tillögum að lagabreytingum er skilað á sama netfang. Nýjir meðlimir geta ekki haft áhrif á eða komið með tillögur að lagabreytingum fyrr en á öðrum aðalfundi eftir fulla meðlimagildingu.

Kjörgengi til stjórnar eru meðlimir sem að hafa haft fulla meðlimagildingu í 2 ár, nema með samþykki sitjandi stjórnar.

Félagsgjöld Villikatta 2024

Kæru félagsmenn VILLIKATTA,

Félagsgjöld VILLIKATTA fyrir árið 2024 munu berast félagsmönnum innan skamms sem valgreiðslur í heimabanka félagsmanna. Félagsgjöldin eru kr 3.800 og hafa verið óbreytt frá 2021. Með greiðslu félagsgjalda eru félagsmenn að styrkja félagið um kr 317 á mánuði (kr 317 á mánuði x 12 mánuði = kr 3.800) en félagsgjöldin eru nýtt í geldingar, læknisaðstoð og skjól fyrir villi-og vergangsketti. Án félagsgjalda gætum við ekki haldið starfssemi VILLIKATTA gangandi.
Félagsgjöld eru valkvæð en með greiðslu félagsgjalda eru félagsfólk að hjálpa félaginu að sinna villi- og vergangsköttum ásamt því að félgasgjöldin gefa kosningarétt á aðalfund. Næsti aðalfundur verður 14. apríl nk.

Ef þú ert ekki kominn með greiðsluseðill í heimabankann eða vilt gerast félagi þá getur þú skráð þig hér: https://www.villikettir.is/skra-sig-i-felagid/

Jólakveðja Villikatta

Villikettir sendir öllum ferfættlingum landsins bestu jóla-og nýárskveðjur. Einnig fá tvífætlingar kærar kveðjur með von um frið og kærleik um hátíðarnar. Sjálfboðaliðar félagsins fá sérstakar kveðjur enda væri starfsemi samtakanna ómögleg ef þeirra hjálpar, og eldmóðs, nyti ekki við. Gleðileg kisujól. Mjá, mjá.

Aðalfundur Villikatta verður 16. apríl 2023

Aðalfundur Villikatta verður haldinn þann 16. apríl kl. 14:00, í húsnæði Iðunnar fræðsluseturs að Vatnagörðum 20. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Hægt er að taka þátt í aðalfundi í gegnum streymi. Þeir félagsmenn sem vilja taka þátt í streymi, verða að tilkynna slíkt og senda inn tölvupóst á villikettir@villikettir.is, í síðasta lagi tveimur dögum fyrir fund og taka fram nafn og kenntiölu. Þeim verður þá sendur linkur á fundinn. Aðeins félagsmenn geta tekið þátt í streymi.

Frestur til að skila inn framboðum í stjórn félagsins og tillögum að lagabreytingum rennur út þann 9.apríl. Framboð skulu send á netfang félagsins villikettir@villikettir.is, þar sem tekið er fram nafn og kennitala og hvort framboð er í stjórn eða varastjórn.

Tillögum að lagabreytingum er skilað á sama netfang. Nýjir meðlimir geta ekki haft áhrif á eða komið með tillögur að lagabreytingum fyrr en á öðrum aðalfundi eftir fulla meðlimagildingu.

Kjörgengi til stjórnar eru meðlimir sem að hafa haft fulla meðlimagildingu í 2 ár, nema með samþykki sitjandi stjórnar.

Aðalfundi 20. mars aflýst – upplýsingar um nýjan fund væntanlegar

Stjórn VILLIKATTA hefur ákveðið að aflýsa boðuðum aðalfundi sem átti að vera þann 20. mars 2023, í ljósi þess að það láðist að geta í fundarboðinu að félagsmönnum yrði gert kleift að sitja aðalfundinn í streymi. Stjórn VILLIKATTA vill gæta jafnræðis og þar sem stutt er í fundinn er okkur ómögulegt að koma því til skila til mörg hundruð félagsmanna að þeir hafi tækifæri, bæði til að sitja fundinn á fjarfundaformi og taka löglegan þátt, sem fullgildir félagsmenn.

Boðað verður til nýs fundar innan viku þar sem óskað verður eftir framboðum og tillögum til lagabreytinga og þá einnig félagsmönnum gert grein fyrir því hvernig fundi verði streymt.

Aðalfundur Villikatta 2023

Aðalfundur Villikatta 2023

Aðalfundur Villikatta verður haldinn þann 20. mars kl. 18:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Frestur til að skila inn framboðum í stjórn og tillögum að lagabreytingum rennur út þann 13. mars. Framboð skulu send á netfang félagsins villikettir@villikettir.is, þar sem tekið er fram nafn og kennitala og hvort framboð er í stjórn eða varastjórn. Kjörgengi til stjórnar eru meðlimir sem að hafa haft fulla meðlimagildingu í 2 ár, nema með samþykki sitjandi stjórnar.

Tillögur um lagabreytingar skulu berast á sama netfang.

Nánari upplýsingar koma er nær dregur.

Saga Sædísar

Verkefni Villikatta eru eins mismunandi og þau eru mörg og við aðstoðum kisur úr öllum mögulegum aðstæðum, á öllum stigum lífsins. Allt frá því að koma kettlingum á legg að þeirra síðustu stundum.

Sædís á heimaslóðum

Þetta er hún Sædís okkar. Hún fæddist að öllum líkindum úti, en Villikettir höfðu afspurnir af henni sumarið 2017 þar sem hún var úti með kettlinga. Þar sem kettlingar þrífast illa úti í íslenskum aðstæðum var strax farið í að reyna að ná henni og kettlingunum hennar inn í öruggt skjól svo þau gætu öll fengið viðeigandi aðstoð.

En Sædís var lævís og lét ekki ná sér svo auðveldlega. Sjálfboðaliðar Villikatta sátu dögum saman í bílunum sínum til að fylgjast með búrunum sem höfðu verið sett upp. Og nú er spurning, hvort búa villikettir eða sjálfboðaliðar Villikatta yfir meiri þrautseygju og þrjósku? Við hjá Villiköttum gáfum ekkert eftir og að lokum náðum við Sædísi og kettlingunum hennar Matta, Myrkva og Markúsi í hús.

Matti, Myrkvi og Markús komnir inn í öryggið

Sædís sýndi fljótt að fjórir veggir væru ekki henni að skapi. Hún fór fyrst á fósturheimili með kettlingunum sínum en var fljót að sýna útsjónarsemi sína og náði að strjúka úr búrinu sínu. Því var ákveðið að hleypa henni aftur á heimaslóðir eftir að hafa fengið alla helstu læknisaðstoð sem við bjóðum okkar skjólstæðingum – bólusetningu, ormahreinsun og ófrjósemisaðgerð.

Þar hefur hún verið síðan henni var hleypt aftur heim, en á þessum slóðum eru fleiri kettir úr hennar fjölskyldu sem hafa aðgengi að nokkrum gjafastöðum á okkar vegum. Því vissum við að þarna væri hún örugg.

Það var svo núna í vetur sem sjálfboðaliðar tóku eftir að einn af köttunum á þessu svæði virtist vera veikur eða meiddur, með stórt kýli öðrum megin við munninn. Því var ákveðið að ná þessari kisu aftur inn og koma henni til læknis. Þegar hún var komin aftur í okkar hendur kom í ljós að þarna var Sædís okkar komin og fékk hún strax tíma hjá dýralækni.

Því miður þá er það hér sem sögu Sædísar lýkur. Þegar til dýralæknisins var komið kom í ljós að Sædís var með mjög slæma sýkingu í tönn sem var farin að sýkja beinið í kring. Þá var hún einnig með margar skemmdar tennur og var líklega búin að vera mjög slæm mjög lengi og því ljóst að ekki væri hægt að bjarga henni.

Að lokum var tekin sú ótrúlega erfiða ákvörðun að leyfa Sædísi að fara yfir í sumarlandið. Þessi ákvörðun er aldrei tekin án vandlegrar íhugunar og er okkur alltaf jafn erfið. En í samráði við dýralæknin fékk Sædís að sofna svefninum langa.

Sagan hennar Sædísar er ein af hundruðum sagna af kisum sem við aðstoðum dags daglega. Við viljum því minna á að styrktarreikning Villikatta 0111-26-73030, kennitala 710314-1790, en þú getur millifært eða keypt styrk í gegnum netverslunina okkar:

Áramótapistill Villikatta

Áramótapistill Villikatta

Árið 2022 var svo sannarlega ekki minna annasamt en fyrri ár í starfi Villikatta. Um 220 kettlingar og yfir 380 fullorðnir kettir voru á einum eða öðrum tímapunkti í umsjá félagsins á landsvísu á árinu. Yfirleitt er ekki erfitt að finna framtíðarheimili fyrir kettlinga í okkar umsjá, en það hefur reynst okkur erfiðara að finna ný heimili fyrir fullorðnu kisurnar okkar. Sem er miður, því þessir yndislegu kettir sem enda hjá okkur hafa margir hverjir átt erfitt uppdráttar og eiga svo sannarlega skilið að eignast sinn griðastað á góðum heimilum. 

Undanfarin misseri hefur starfsemi Villikatta tekið ákveðnum breytingum að því leyti að enn stærri hluti af þeim köttum sem koma til okkar eru svokallaðir vergangskettir. Þetta eru fyrrum heimiliskettir sem af einhverjum orsökum hafa farið á vergang, týnst eða hreinlega verið bornir út. Félagið er reglulega beðið um að koma og aðstoða við að ná inn köttum sem eru á þvælingi í kringum mannabústaði. Þegar þessir kettir eru teknir inn er byrjað á að athuga hvort þeir séu örmerktir svo hægt sé að hafa samband við eiganda. En ef örmerki finnst ekki og engir eigendur gefa sig fram þegar kisur eru auglýstar þá þarf að finna þeim ný heimili. Þessi gríðarlega aukning vergangskatta síðustu ár sýnir hversu mikilvægt það er að örmerkja alla heimilisketti, svo þeir komist hratt og örugglega heim til sín þegar þeir finnast. 

Nokkuð hefur verið um að slasaðir eða veikir kettir koma í okkar umsjá og hefur sjúkrasjóður félagsins fundið töluvert fyrir því. Dýralæknakostnaður er risastór útgjaldaliður í rekstri félagsins, þegar um er að ræða um 600 ketti og kettlinga á landsvísu yfir árið. Félagið starfar eftir „no-kill“ viðmiðum og því gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að aðstoða og bjarga kisum í neyð. Því miður náum við þó ekki alltaf að grípa nógu snemma inn í hjá veikum villi- og vergangsköttum og því þurfum við stundum að leyfa kisu að fara til hinstu hvílu, og þá einungis ef það liggur fyrir í samráði við dýralækni að enginn möguleiki er á neinum lífsgæðum fyrir köttinn.  

Með árunum bætist við reynsla og þekking í starfið og nú er það svo að villtir kettir sem áður hefðu verið eyrnamerktir og sleppt aftur eru í auknum mæli teknir inn og reynt að manna. Það getur tekið tíma en tími og þolinmæði er einmitt það sem þessir kettir þurfa. Í kjölfar þessa breytinga í starfsháttum höfum við tekið inn eyrnamerkta ketti og þeim hefur verið gefinn möguleiki á að gerast heimilisköttur. Þó þessir kettir eru mjög varir um sig lengi vel þá sjáum við oftar en ekki að þeir eru því fegnir að komast inn í hlýjuna. 

Störf félagsins eru margvísleg og öll eru þau unnin í sjálfboðavinnu. Því treystir félagið á hóp sjálfboðaliða sem fúsir gefa köttunum af sínum tíma og sinna þeim af alúð og næmni. Það er ekki sjálfgefið og þeim er seint fullþakkað fyrir að gefa köttum, sem sumir hafa litla umhyggju fengið um ævina, sinn frítíma.  Kettirnir launa starfið ríkulega þegar árangur næst, en það er fátt sem gleður hjarta sjálfboðaliðans meira en fyrsta klappið eða fyrsta malið frá ketti sem kom hræddur og velktur inn. Ekki má heldur gleyma samstarfsaðilum okkar, kæru dýralæknastofunum sem finna alltaf tíma fyrir okkar skjólstæðinga og sinna þeim af alúð og fagmennsku.   

Villikettir gætu ekki haldið út þessu kröftuga starfi án allra kisuvinanna sem styrkja félagið reglulega á einn eða annan hátt – góðvild ykkar er ómetanleg. Hægt er að gerast félagi Villikatta og greiða árgjald, en nú er einnig hægt að greiða frjáls framlög í vefverslun félagsins, þar sem um er að ræða eingreiðslu. Svo ekki sé minnst á allan þann varning sem hægt er að versla í vefversluninni. Einnig er hægt að styrkja sjúkrasjóð Villikatta á landsvísu beint með millifærslu inn á kt. 710314-1790, reikn. 0111-26-73030, en sjúkrasjóðurinn greiðir fyrir allt frá bólusetningum að lífsnauðsynlegum aðgerðum fyrir skjólstæðinga okkar um allt land. 

Aðalfundur Villikatta

Aðalfundur Dýraverndunarfélagsins VILLIKATTA verður haldinn föstudaginn 8. apríl 2022 á Iða Zimsen bókakaffi, Vestgurgötu 2a, Grófin, Reykjavík
Fundur hefst kl 18:00
Dagskrá:
Almenn aðalfundarstörf, kosning stjórnar og opnar umræður. Atkvæðarétt á aðalfundi hafa þeir sem greitt hafa félagsgjöld í félagið í 2 ár.

Tillögur að lagabreytingum verða að berast stjórninni viku fyrir aðalfund og verða tillögurnar síðan bornar upp á aðalfundi. Einnig skulu framboð til stjórnar berast núgildandi stjórn viku fyrir boðaðan aðalfund. Hægt er að senda á netfangið: villikettir@villikettir.is

Fullgildir meðlimir geta ekki boðið sig fram á fysta aðalfundi eftir að hafa gerst fullgildur meðlimur heldur á næsta aðalfundi þar eftir.
Kjörgengi til stjórnar eru meðlimir sem að hafa haft fulla meðlimagildingu í 2 ár, nema með samþykki sitjandi stjórnar.
Nýjir meðlimir geta ekki haft áhrif á eða komið með tillögur að lagabreytingum fyrr en á öðrum aðalfundi eftir fulla meðlimagildingu.
Lagabreytingar þurfa samþykki 2/3 hluta atkvæða. Allar aðrar samþykktir á aðalfundi verða að hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvæða.

Við vekjum athygli á því að aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur á aðalfundi. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu eru þáttakendur eru beðnir um að merkja við mætingu hér á viðburðinumLög félagsins https://www.villikettir.is/log-felagsins/

Sagan hans Reynis

Hann Reynir kom í búr hjá Villiköttum í janúar 2021. Hann var tekinn inn og geldur en átti ekki afturkvæmt á svæðið sem hann fannst á. Stundum sjá sjálfboðaliðar eitthvað í villingunum sem gefur trú um möguleikann á að gera þá að væntanlegum heimilisköttum. Því var ákveðið að gefa honum Reyni séns og sjá hvort ekki rættist ´´ur kappanum.