Kisur komnar með heimili
Dimma - Suðurnes
Kyn: Læða
Litur: Svört
Fædd: sirka 2017
Persónuleiki: Prinsessa, róleg, ljúf, elskar nammi.
Dimma er búin að vera hjá okkur síðan febrúar 2022. Hún kom til okkar mjög hrædd en hefur farið mikið fram síðan þá. Hún er algjör prinsessa og kemur til að fá klapp og klór þegar henni hentar en það er mjög auðvelt að ná til hennar með nammi(þá sérstaklega harðfiskshjörtun sem eru hennar uppáhald). Hún er róleg og ljúf og myndi njóta sín best á rólegu heimili þar sem hún myndi fá alla athyglina ein.
Dimma er búin að vera í heimilisleit síðan í desember 2022.
Axel - Suðurland
Kyn: Fress
Litur: Grár og hvítur
Fæddur: líklega sumar 2022
Persónuleiki: Ljúfur kúrikall
Axel er grár og hvítur, talinn vera á öðru ári. Hann er mjög ljúfur og mikill kúrari. Vanur sambýli með öðrum köttum í koti en myndi trúlega henta best að vera eini kötturinn á heimili þar sem hann yrði aðal kóngurinn. Hann er vanur útiköttur en gæti sætt sig við að vera inniköttur – allavega þyrfti hann talsverðan tíma inni til að hann sé klár á hvar hans heimili er.
Axel hefur gaman af að leika sér með dót, finnst matur góður og er kelinn.
Alex - Suðurnes
Kyn: Fress
Litur: Rauðbröndóttur
Fæddur: júlí 2022
Persónuleiki: Gáfaður, ævintýragjarn, ákveðinn
Hann Alex er heimiliskisi sem þarf að búa á heimili þar sem hann getur farið út og inn af vild, en það var ástæðan fyrir því að hann kom til okkar þar sem hans heimilisaðstæður buðu ekki upp á það.
Hann er vanur göngutúrum í bandi en það er ekki nóg fyrir þennan ævintýragjarna kisa. Hann er góður með öðrum kisum á heimili og góður með börnum, leyfir alveg að klappa sér, nágrannabörnin voru vön að koma og heilsa uppá hann.
Stjóri - Höfuðborgarsvæðið
Kyn: Fress
Litur: Svartur og hvítur
Fæddur: 2017
Persónuleiki: Mjög kelinn, leikglaður, stundum smá óöruggur
Stjóri hefur svo sannarlega komið út úr skelinni sinni eftir að hann kom til okkar. Fyrst um sinn var hann svo hræddur að við áttum erfitt með að átta okkur á hvort að hann væri villiköttur eða vergangskisi – en svo eftir nokkrar tilraunir til snertingar kom í ljós þessi stóri ljúfi bangsi.
Á fósturheimilinu hefur hann enn frekar komist úr skelinni sinni, þó hann sé ennþá pínu hræddur við ný hljóð og óvæntar hreyfingar. En hann er mjög forvitinn, leikur sér mikið og fylgir fóstrunni sinni um allt heimilið. Hann elskar líka að kúra uppi í rúmi og biður kurteis um klapp ef honum finnst vera of langt síðan hann fékk síðast klapp.
Stjóri óskar eftir heimili sem er tilbúið að gefa honum tíma til að aðlagast nýjum aðstæðum og sættir sig við fullt af knúsi þegar hann fer að finna öryggið á nýjum stað.
Lotta - Suðurnes
Kyn: Læða
Litur: Hvít og bröndótt
Fæddur: desember 2022
Persónuleiki: ljúf, róleg (en samt leikglöð), kelirófa
Hún Lotta kom til okkar í apríl á þessu ári. Hún er heimiliskisa en vegna aðstæðna gátu fyrri eigendur því miður ekki veitt henni heimili lengur og er hún því að leita að sínu framtíðarheimili. Hún er lítil og pen dama sem elskar að láta dekra við sig.
Lotta er á fósturheimili með eldri ketti og barni og gengur það vel svo hún ætti ekki að vera í vandræðum að búa með öðrum kisum eða börnum á heimili. Hún var svolítið óörugg eftir flutninginn en var svo fljót að venjast nýjum aðstæðum.
Yndisleg kisa sem þarf að komast á heimili sem myndi dekra við hana eins og litlu prinsessuna sem hún er.
Ares - Höfuðborgarsvæðið
Kyn: Fress
Litur: Bröndótturr
Fæddur: Júní 2014
Persónuleiki: Blíður og góður.
Ares er á tíunda ári, svo unglegur, mjúkur, fallegur í feldi og einstaklega blíður köttur. Hann er vanur að fá að vera útiköttur, en þyrfti allavega að vera inniköttur talsverðan tíma meðan hann aðlagast nýjum aðstæðum.
Ares elskar að kúra hjá sinni manneskju, helst að liggja ofan á henni og er frábær heimilisköttur. Hentar ekki með hundum en gengur með börnum.
Keli - Suðurnes
Kyn: Fress
Litur: Bröndóttur
Fæddur: maí 2015
Persónuleiki: Blíður, forvitinn, var um sig, spjallari
Hann Keli kom í búr hjá okkur hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en þá var hann búinn að vera á flakki í einhverja daga. Hann hefur alltaf verið heimiliskisi en vegna aðstæðna gátu eigendur ekki gefið honum heimili lengur. Hann er því að vonast eftir að komast aftur sem fyrst á heimili með fjölskyldu sem getur gefið honum fullt af ást.
Hann kom til okkar mjög hræddur en þegar hann fór að kynnast okkur betur kom í ljós ljúf kelirófa. Hann er vanur öðrum kisum og er góður með börnum. En vegna þess hversu óöruggur hann er þá myndi hann örugglega braggast betur á frekar rólegu heimili þar sem honum yrði gefinn tími til að kynnast og treysta hinum fjölskyldumeðlimunum. Hann er mjög duglegur að spjalla við mann.
Viðja - Vesturland
Kyn: Læða
Litur: Bröndótt og hvít
Fædd: 2014
Persónuleiki: Róleg, ljúf, gluggagæjir.
Viðja er heldri dama í leit af heimili. En hún er um 10 ára gömul frú ❤️
Hún er rosa róleg, ljúf og góð. Elskar klapp og finnst gaman að horfa út um glugga
Hún leitar því af rólegu heimili til að eyða gullárunum sínum á ❤️
Virgill - Suðurnes
Kyn: Fress
Litur: Bröndóttur
Fæddur: snemma 2019
Persónuleiki: Rólegur, forvitinn, feiminn
Virgill er villingur sem kom til okkar fyrst 2019. Síðan þá hefur honum verið sleppt og náð aftur, eignast heimili, týndist svo í þónokkurn tíma áður en hann kom svo aftur til okkar í byrjun árs 2024.
Þó svo hann sé villingur þá er hann alveg nokkuð sáttur við okkur mannfólkið. Vill ekkert endilega vera að fá knús og klapp en líður vel í návist okkar. Sjáum hann samt fyrir okkur að geta mýkst ef hann fær tíma til að treysta heimilisfólkinu sínu.
Hann virðist vera mjög hrifinn af öðrum fressum svo fyrir hann að komast á heimili þar sem annar fress er fyrir væri tilvalið fyrir hann. Hann er rólegur og blíður.
Bronco - Höfuðborgarsvæðið
Kyn: Fress
Litur: Bröndóttur
Fæddur: sirka október 2023
Persónuleiki: Forvitinn en villtur í sér. Mjög skemmtilegur.
Bronco er sirka 6 mánaða gamall fress, fæddist úti og kom til Villikatta þegar hann var sirka 3 mánaða gamall. Hann var afskaplega hræddur við mannfólkið, hvæsti og sló til sjálfboðaliða og gerir það ennþá ef honum bregður.
Hann er ofsalega skemmtilegur karakter, uppátækjasamur, forvitinn og afskaplega áhugasamur um ryksuguna. Hann leyfir helst ekki snertingu, en kemur sér þó fyrir hjá fólkinu sínu uppi í sófa og labbar yfir fæturnar á þeim sem lofar einhverju góðu að borða.
Bronco leitar að barnlausu og rólegu framtíðarheimili þar sem hann fær nægan tíma til að læra að treysta fólkinu sínu. Þó framfarir gerast hægt hjá elsku Bronco þá tekur hann samt sem áður stöðugum framförum.
Blæja - Höfuðborgarsvæðið
Kyn: læða
Litur: Bröndótt
Fæddur: sirka 2020 (Blæja)
Persónuleiki: Blíðar og góðar kúrikisur.
Ares er á tíunda ári, svo unglegur, mjúkur, fallegur í feldi og einstaklega blíður köttur. Hann er vanur að fá að vera útiköttur, en þyrfti allavega að vera inniköttur talsverðan tíma meðan hann aðlagast nýjum aðstæðum.
Ares elskar að kúra hjá sinni manneskju, helst að liggja ofan á henni og er frábær heimilisköttur. Hann á mjög góða vinkonu sem heitir Blæja, ca fjögurra ára, og ef einhver er að leita að tveimur bestu vinum og ljúflingum þá væri það vissulega best fyrir þau og ósk okkar.
Hundar eru ekki heppilegir fyrir þau en börn myndu elska þessa dúska.
Denzel - Suðurland
Kyn: Fress
Litur: Svartur og hvítur
Fæddur: 2021
Persónuleiki: Stór bangsi, elskar klapp, vanur öðrum köttum.
Denzel er talinn vera þriggja ára. Hann fannst á vergangi
á Suðurlandi fyrir ári síðan og enginn gaf sig fram sem eiganda. Denzel er
afskaplega fallegur, svartur og hvítur. Hann er frekar stór köttur og
bangsalegur.
Hann var feiminn framan af en elskar núna klapp og klór
og malar við snertingu útvalinna. Hann er vanur öðrum köttum og býr í kotinu
okkar.
Blúnda - Suðurnes
Kyn: Læða
Litur: Þrílit
Fædd: sirka 2019
Persónuleiki: Feimin, barnlaust heimili
Blúnda er sirka 4 ára. Hún er mjög feimin en alls ekki grimm. Ef hún liggur í leti eða er mútað með nammi þá fær maður alveg að klappa henni smá en svo á milli þá stekkur hún alveg í burtu þegar maður ætlar að nálgast hana.
Blúnda fékk heimili fyrir nokkrum árum en slapp út og var töluvert lengi úti á vergangi. Hún náðist loksins aftur í apríl 2023, en því miður vegna breyttra aðstæðna á heimilinu endaði hún aftur hjá okkur.
Hún þarf mikla þolinmæði á rólegu og barnlausu heimili.
Grásteina - Vesturland
Kyn: Læða
Litur: Grá og hvít
Fæddur: Júní 2022
Persónuleiki: Ákveðin, matgæðingur, leikglöð
Steina (Grásteina) er fyndin týpa. Hún er ákveðin og stjórnsöm við aðrar kisur og lætur alveg vita hver ræður. Myndi henta henni vel að vera prinsessan á bauninni með ekki mjög ungum börnum amk.
Hún elskar harðfisk og mætir til þeirra sem vanir eru að gefa henni og “rukkar” um skammt. Hún elskar að leika með allskyns dót og eltir laser og finnur sér ýmislegt líka til að leika með. Sýnir útidyrahurðinni áhuga og myndi vilja komast út líka, þegar hún hefur fengið tíma til að aðlagast heimilinu. Henni líkar vel að láta greiða sér, svo lengi sem hún fær harðfisk á meðan.
Snjólfur - Vesturland
Kyn: Fress
Litur: Bröndóttur
Fæddur: Júní 2022
Persónuleiki: Skemmtilegur, rólegur, leikglaður
Snjólfur er ótrúlega skemmtilegur karakter. Hann er bæði mjög rólegur en svo dettur hann í gírinn að leika og er þá ótrúlega fyndinn. Hann vill lítið leika með eitthvað kisudót eða ljós en elskar allt sem rúllar og er því mikill boltakall. Hann tekur þá útrás og hleypur um að slá litla bolta… já eða eiginlega brokkar!
Þegar við leitum að honum er nóg að hrista harðfiskdósina! Snjólfur elskar kisufélagskap og myndi henta með öðrum kisum og myndi líklega vilja komast út eftir að aðlagast nýju heimili.
Jökla - Höfuðborgarsvæðið
Kyn: Læða
Litur: Svört og hvít
Fæddur: 2022
Persónuleiki: Skemmtileg, sjálfstæð, nammigrís
Jökla er um 1,5 árs og er einstaklega skemmtilegur karakter og algjörlega sjálfs síns drottning. Hún hefur tekið það á sig að vera sérlegur öryggisstjóri yfir framkvæmdum sem eru í gangi hinum megin við götuna þar sem hún er á fósturheimili, og eyðir miklum tíma uppi í glugga að fylgjast með öllu sem þar fer fram.
Þó henni finnist gott að taka lúr þá er fjör í henni og hún elskar að leika með alls kyns spotta og dót. Hún er ekki mikil kelirófa en þyggur þó stundum klór á sínum eigin forsendum.
Síðast en ekki síst þá er hún mikill nammi unnandi
Jökla þarf rólegt heimili og hentar ekki á heimili með ungum börnum.
Gary - Vesturland
Kyn: Fress
Litur: Bröndóttur
Fæddur: ágúst 2020
Persónuleiki: Feiminn og lítill í sér, hentar ekki á heimili með ungum börnum.
Gary er grábröndóttur 3 ára fress. Hann er feiminn en hefur leyft klapp af og til. Hann kemur af heimili með öðrum ketti og semur vel við kisurnar í kotinu. Kemur því heimili með öðrum ketti til greina.
Hann þyrfti heimili sem er tilbúið að vinna með honum að koma úr skelinni sinni. Þar sem hann er lítill í sér eru heimili með ungum börnum ekki tilvalin fyrir hann, en heimili með eldri börnum gætu hentað.
Þröskuldur - Höfuðborgarsvæðið
Kyn: Fress
Litur: Svartur og hvítur
Fæddur: júlí 2023
Persónuleiki: Feiminn, forvitinn, stórskemmtilegur. Hentar ekki með börnum.
Þröskuldur litli er risastór persónuleiki í litlum líkama. Hann var afskaplega hræddur fyrst eftir að hann kom til okkar, en hægt og rólega hefur traustið aukist og oft á tíðum nær forvitnin og grallaraskapið yfirhöndinni.
Þröskuldur óskar eftir þolinmóðu heimili sem er tilbúið að mæta honum þar sem hann er. Hann leyfir klapp en það þarf að vera á hans forsendum og það mun taka tíma að byggja upp traustið hans.
Hann er mjög snyrtilegur og skemmtilegur karakter, lætur lítið fara fyrir sér og er góður með öðrum kisum. Hann myndi líklega sóma sér vel með eldri kisa sem getur sýnt honum hvað fólkið hans getur verið gott, en hann gæti einnig gengið sem eini kisinn á heimilinu. Hann hentar ekki á heimili með börnum.
Viðja - Vesturland
Kyn: Læða
Litur: Bröndótt og hvít
Fædd: 2014
Persónuleiki: Róleg, ljúf, gluggagæjir.
Viðja er heldri dama í leit af heimili. En hún er um 10 ára gömul frú ❤️
Hún er rosa róleg, ljúf og góð. Elskar klapp og finnst gaman að horfa út um glugga
Hún leitar því af rólegu heimili til að eyða gullárunum sínum á ❤️
Bianco - Suðurnes
Kyn: Fress
Litur: Bröndóttur og hvítur
Aldur: ekki vitað
Persónuleiki: Kelirófa, mjög ljúfur, forvitinn, hentar með börnum og mögulega læðu, ekki öðrum fressum
Bianco kom í búr hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nóvember 2023. Ekki er vitað hvað hann var lengi á vergangi en hann var mjög hræddur þegar hann kom í kotið til okkar og héldum við jafnvel að hann hafði verið á vergangi alla tíð. En hann kom okkur algjörlega á óvart eftir nokkrar vikur hjá okkur þegar hann kom út úr skelinni og í ljós kom þessi mikla kelirófa.
Ef einhver er að sækjast eftir miklu kúri og knúsum þá er Bianco gaurinn í það.
Indriði - Höfuðborgarsvæðið
Kyn: Fress
Litur: Svartur
Fæddur: sirka 2016
Persónuleiki: Ljúfur, matargat, kelinn
Yndislegi Indriði er talinn vera um 7 ára gamall og er fyrrum villikisa sem rataði inn á baðherbergi hjá kisuvini fyrir um 1,5 hálfu ári síðan, sem kom honum í okkar hendur. Til að byrja með var hann logandi hræddur og svo afskaplega reiður við sjálfboðaliðana okkar að það var hægara sagt en gert að sjá um hann. Hann var með mikið skemmdar tennur og er því í dag alveg tannlaus.
En Indriði róaðist hægt og rólega og fór að leyfa völdum sjálfboðaliðum að klóra sér aðeins. Og þegar hann loksins komst á fósturheimili kom í ljós einn mesti dekurkisi sem má hugsa sér. Hann elskar fátt meira en að liggja í kjöltunni á fóstrunni sinni og fá klapp og klór. Nema kannski að fá að borða, hann elskar matinn sinn.
Indriði myndi sóma sér best sem eini kisinn á rólegu heimili, sem er tilbúið til að vinna inn hans traust og dekra við hann um ókomna tíð.
Jökla - Höfuðborgarsvæðið
Kyn: Læða
Litur: Svört og hvít
Fæddur: 2022
Persónuleiki: Skemmtileg, sjálfstæð, nammigrís
Jökla er um 1,5 árs og er einstaklega skemmtilegur karakter og algjörlega sjálfs síns drottning. Hún hefur tekið það á sig að vera sérlegur öryggisstjóri yfir framkvæmdum sem eru í gangi hinum megin við götuna þar sem hún er á fósturheimili, og eyðir miklum tíma uppi í glugga að fylgjast með öllu sem þar fer fram.
Þó henni finnist gott að taka lúr þá er fjör í henni og hún elskar að leika með alls kyns spotta og dót. Hún er ekki mikil kelirófa en þyggur þó stundum klór á sínum eigin forsendum.
Síðast en ekki síst þá er hún mikill nammi unnandi
Jökla þarf rólegt heimili og hentar ekki á heimili með ungum börnum.