fbpx

Brútus og Karfi – Vesturland

Brútus og Karfi - Vesturland

Nafn: Brútus og Karfi

Kyn: Fressar

Litur: Bröndóttir (Brútus með hvítt í sér)

Aldur:  Um 14 vikna

Persónuleiki: Ljúfir

Leikglaðir

Brútus og Karfi eru 14 vikna gamlir bræður í leit af heimili ❤️

Brútus er bröndóttur með hvitt í sér. Hann er feimnari af bræðrunum en finnur öryggi frá bróður sínum og er þá til í leik og kúr og breytist í hálfgerðan trefil á manni. Hann leyfir klapp á hans forsendum og er ekki mikið fyrir að láta halda á sér nema eitthvað nái athygli hans á meðan. Brútusi finnst gaman að leika og er mikill áhugakisi um tásur

Karfi er spakari af bræðrunum og er mikill kúrari. Hann er algjör frekja þegar það kemur að athygli og vill helst vera eins og trefill á manni, annars á hann það til að „öskra“ til að fá athygli svo hann sé tekinn upp.

Á fósturheimilinu eru aðrir kettir og eru þeir vanir því.

Óskandi væri að þeir færu saman á heimili.

Þeir eru örmerktir, ormahreinsaðir, bólusettir fyrstu bólusetningu og tilbúnir á framtíðarheimili. Smelltu hér ef þú hefur áhuga á að bjóða bræðrunum öruggt og ástríkt heimili þar sem nóg er um að vera og þeir fá alla þá athygli sem þeir eiga skilið.

Name: Brútus and Karfi

Sex: Male

Color: Tabby (Brútus is also white)

Age: About 14 weeks old

Personality: Sweet

Playful

Brutus and Karfi are 14-week-old brothers looking for a home ❤️

Brutus is tabby with white in him. He is the shyer of the brothers but finds security from his brother and is there for play and cuddles and turns into a scarf on you. He allows you to pet him on his terms and is not much for being held unless something catches his attention in the meantime. Brutus likes to play and is very interested in toys.

Karfi is a great cuddler. He is a real brat when it comes to attention and prefers to be like a scarf on you, otherwise he has a tendency to „shout“ to get attention so he is picked up.

There are other cats in the foster home and they are used to it.

It would be desirable for them to go to a home together.

They are microchipped, dewormed, vaccinated with the first vaccination and ready for their future home. Click here if you are interested in offering the brothers a safe and loving home where they get all the attention they deserve.