Fönix - Vestmannaeyjar
Nafn: Fönix
Kyn: Fress
Litur: Svartur og hvítur
Aldur: um 1 árs
Persónuleiki: Kúrukall
Lítill í sérr
Þarf traust og rólegt heimili
Elsku litli Fönix kom í kotið um 6 mánaða brjálæðingur sem vildi svo ekkert með okkur hafa. Strax eftir geldingu fór hann að þiggja klapp og vildi fá að kúra í fangi!
Hann er mjög smeykur við aðra ketti og er hann loksins farin að skríða út úr búrinu sínu sem er hans “safe spot”. Honum finnst lang best að fá að kúra í hálsakotinu og mala eins og enginn sé morgundagurinn.
Fönix er ennþá að læra treysta gólfi og húsgögnum en mannfólkinu treystir hann 100% og vill helst fá að vera í fangi allan daginn!
Fönix er enn í mönnun að læra að treysta en leitar að heimili þar sem hann fær þolinmæði og stuðning.