Heiða - Höfuðborgarsvæðið
Nafn: Heiða
Kyn: Læða
Litur: Þrílit
Aldur: um 3 ára
Persónuleiki:
Feimin
Ljúf
Róleg
Hún Heiða litla er frekar nett, um 3 ára gömul þrílit læða í heimilisleit. Heiða er afskaplega róleg og frekar feimin og lítil í sér, og leitar því að rólegu, barnlausu heimili.
Þegar Heiða kom fyrst til okkar þá gróf hún sig í bælin sín og gerði sig eins litla og hægt var, og horfði stórum augum á sjálfboðaliða sem nálguðust með nammi og blíða hendi. Hún á það til að hörfa þegar hendin nálgast, en henni þykir klórið afskaplega notalegt og hún verður eflaust hin mesta kelirófa fyrir manneskjuna sem getur veitt henni það öryggi sem hún þarf og þráir.
Þar sem Heiða er með lítið hjarta, og hverfur inn í sjálfa sig og felur sig við mikil læti, þá teljum við hið fullkomna heimili fyrir hana sé hjá barnlausum einstaklingum eða pari, mögulega með annarri eða öðrum rólegum kisum – þó hún myndi eflaust njóta sín sem eina kisan á heimilinu.
Heiða er geld, örmerkt, ormahreinsuð, bólusett og tilbúin á framtíðarheimili.
Name: Heiða
Sex: Female
Color: Calico
Age: about 3 years
Personality:
Shy
Sweet
Quiet
Our little Heiða is a petite 3 year old calico female who is looking for her furever home. Heiða is very quiet, a little nervous and shy cat, which is why she is looking for a calm environment in a childless home.
She used to bury herself in her bedding and made herself as small as possible first after she arrived in our shelter, and looked wide-eyed towards our volunteers when they approached with treats and a gentle hand. She still has a tendency to shy away when a hand approaches for pets, but she does love receiving scratches and we are sure she will turn into the sweetest cuddlebug once she finds her human, who can give her the security she wants and needs.
Since Heiða is a nervous little cat and becomes very stressed and hides when there is a lot of commotion around her, we believe her purrfect home is with a childless couple or individuals, possibly with one or two other calm cats – but she would definitely flourish as the only cat in the home.
Heiða is neutered, microchipped, dewormed, vaccinated and ready for her future home.