fbpx

Katla – höfuðborgarsvæðið

Katla - Höfuðborgarsvæðið

Nafn: Katla

Kyn: Læða

Litur: Gulbröndótt og hvít

Aldur: um 8 ára

Persónuleiki: 

Matargat

Leikglöð

Fyrrum villikisa sem hefur aðlagst vel að venjulegu heimilislífi

Katla er ljúfur kisi sem hefur komið sér vel fyrir á fóstur heimilinu sínu. Þar býr hún með tveimur öðrum köttum og öllum semur mjög vel. Hún er afskaplega hlý og eltir fóstur mömmu sína á milli herbergja. Hún er ný byrjuð að þyggja almennilegt kúr og klapp, núna veit hún ekki um neitt betra.

Það er enþá leikur í elskunni og hún er mikill aðdáandi kattarnippu. Hún er dugleg að drekka ferskt vatn í skál og borðar full mikið ef hún kemst upp með það. Það er hægt að fá hana næstum hvert sem er ef það er nammi á næstu grösum og stöku sinnum heyrist hátt og skýrt mjálm frá henni þegar hún fær matinn sinn.

Þessi elska þarf aðstoð við að klippa neglurnar á afturlöppunum sínum og þarf reglulega að greiða henni. Hún kom okkur fljótlega á óvart þegar hún þáði klapp frá barni (yfir 10 ára). Hún kippir sér ekki upp við tónlist né hljóð frá heimilistækjum þó metum við svo að hún myndi blómstra á heimili í rólegri kantinum. Hún er alltaf mætt inn í eldhús sem aðstoðarkokkur og gæða-eftirlit, slær ekki loppunni á móti allskyns matarlykt og hefur gaman að því að fylgjast með í eldhúsi, lífi og leik.

Name: Katla

Sex: Female

Color: Orange tabby and white

Age: about 8 years

Personality:

Foodie

Playful

Former feral cat who has adjusted quite nicely to normal home life

Katla is really a sweetheart and has adjusted well in the home of her foster family. She lives there with two other cats and gets well along with them. She is very warm and follows her foster mom wherever she goes. She just learned how nice it is to cuddle and receive pets and now she knows nothing better!

Katla is still very playful and she loves cat nip. She drinks quite well and will eat way too much if she is allowed to. If you want to make her go somewhere you will most likely be successful if you bribe her with food and treats. She can even meow quite loudly when receiving her food.

This darling needs help with the trimming of her claws on her hind legs and will need to be brushed regularly. She however surprised us all when she accepted pets from a child (10 years old). She doesn’t mind music or noises from home appliances, however she would most likely flourish in a calm and quiet home. 

She takes her role as quality tester in the kitchen quite seriously, will definitely not turn her nose away from lovely-smelling food and she enjoys watching the kitchen magic.