Legó og Dúpló - Vestmannaeyjar
Nafn: Legó og Dúpló
Kyn: Fress
Litur: Gulbröndóttur og hvítur (Legó), svartur og hvítur (Dúpló)
Aldur: Um 1 árs
Persónuleiki: Feimnir
Elska klapp og klór
Mjög samrýmdir
Legó og Dúpló eru bræður sem leita af framtíðarheimili saman. Þeir þiggja báðir klapp og klór en er frekar illa við að láta halda á sér.
Þeir eru báðir að venjast fólki almennilega en komnir langt á veg. Legó er kominn aðeins lengra í traustinu og malar eins og enginn sé morgundagurinn við klapp og klór.
Dúpló felur sig svolítið á bak við bróður sinn og stólar mikið á öryggi frá honum, þess vegna viljum við helst finna heimili fyrir þá þar sem þeir geta verið saman.
Name: Legó and Dúpló
Sex: Male
Color: Orange tabby and white (Legó), black and white (Dúpló)
Age: About 1 year old
Personality: Shy
Love pets
Bonded to each other
Legó and Dúpló are brothers who are searching for their furever home. They both like receiving pets and scratches, but they don’t like being held.
They have started to trust us humans, though they are still a bit shy. Legó is a bit more trusting than Dúpló and will purr like a truck when you pet him.
Dúpló still hides behind his brother and seems to feel more secure around him, which is why we would prefer to find them a home where they can stay together.