fbpx

Norn – Vestmannaeyjar

Norn - Vestmannaeyjar

Nafn: Norn

Kyn: Læða

Litur: Þrílit

Aldur: Um 2 ára

Persónuleiki: Vör um sig en elskar klapp

Vön öðrum kisum

Hentar ekki með mjög ungum börnum

Norn er fyrrum villiköttur sem kom til okkar frá Suðurlandinu eftir að kotið hjá þeim var við það að springa úr köttum. Nafnið hennar passaði vel við hana fyrst en þegar það leið á mönnun hætti það að passa jafn vel.

Norn vildi ekkert með okkur hafa fyrst og hvæsti eins og hún fengi borgað fyrir það en aldrei sló hún okkur né meiddi. Norn er alltaf vör um sig og hvæsir við snöggar hreyfingar. En hún elskar klapp og sækist sjálf mikið í það. Hún vill ekki ennþá láta halda á sér en elskar að leika og kúra með öðrum kisum.