fbpx

Stella – Höfuðborgarsvæðið

Stella - höfuðborgarsvæðið

Nafn: Stella

Kyn: Læða

Litur: Grá og loðin

Aldur:  Óvitað

Persónuleiki: Ljúf

Kelin

Stella kom til okkar sem kettlingafull fjósakisa, líklega ekki að eignast sitt fyrsta got. Hún kom til okkar rétt í tæka tíð til að eignast kettlingana sína, orlofin sín.

Henni tókst móðurhlutverkið ljómandi vel og hefur tekist að koma öllum sínum kettlingum á legg, og núna er hún að uppgötva hversu gott það er að láta klappa sér og er að breytast úr fjósakisu í kúrudýr. Stella hefur verið á fósturheimil með hundi og öðrum kisum og hefur það gengið mjög vel. Hún er líka góð í kringum þau börn sem hafa heimsótt fósturheimilið. Henni finnst afskaplega gaman að leika og ljóst er að heimilislífið hentar henni afskaplega vel.