fbpx

Þokki

Þokki er vergangsköttur sem kom til okkar hrakinn og hræddur núna í haust. Í byrjun var hann svo bugaður að hann lá hreyfingarlaus að mestu. Sjálfboðaliðar óttuðust endurtekið að hann væri alvarlega veikur, en svo reyndist þó ekki vera og smám saman fór að lifna yfir honum ❤ Þrátt fyrir lífsreynt yfirbragðið er Þokki ekki talinn vera nema tveggja ára gamall og er sérlega ljúfur kisi, en ákaflega feiminn og óframfærinn. Honum kemur ágætlega saman við aðra ketti og virðist sáttur að vera alfarið inni. Þokki þarf virkilega á því að halda að komast á heimili þar sem hann getur fundið það öryggi og þá hlýju sem hann þarf til að koma enn betur út úr skelinni. Hver veit hvaða skemmtilegi karakter leynist bak við litla feimna andlitið hans? ❤ Þokki er geldur, örmerktur og fullbólusettur. Til að bjóða Þokka okkar öruggt skjól hjá þér, endilega fylltu út umsókn hér

————————-
Þokki is a stray that came into our care this autumn. He was scared and in very low spirits and so unresponsive that volunteers repeatedly thought that he was gravely ill. Fortunately he turned out to be in excellent health for a stray and slowly became more interested in life again. Þokki is believed to be only two years old and is a very sweet cat, although very shy and reserved. He has been fine as an indoors only cat and seems to get reasonably well along with other cats. What Þokki needs now is a warm and loving home where he will be and feel safe to venture further out of his shell. Who knows what wonderful character may be hiding behind his shy little face? ❤ Þokki is neutered, microchipped and fully vaccinated. To offer him a safe haven with you, please fill out an application here

[wppg_photo_gallery id=“203″]