fbpx

Hefur þú upplýsingar um eitrunarmálið í Hellisegerði í Hafnarfirði ?

Uppfært:  Búið er að ná markmiðinu með verðlaunaféð, 102.300 kr. söfnuðust í pottinn

Félagið VILLIKETTIR hefur tekið að sér að halda utan um söfnun á verðlaunafé handa þeim sem kemur með upplýsingar sem leiða til ákæru á þeim sem er ábyrgur fyrir því að eitra fyrir köttum í nágrenni Hellisgerðis í Hafnarfirði.  Ef þú vilt taka þátt í að leggja verðlaunafé í pottinn þá getur þú lagt inn á reikning 0111-26-73030 kt 710314-1790 – skýring verðlaunafé

Stjórn VILLIKATTA ætlar að leggja fram 20 þúsund krónur úr vasa stjórnarmeðlima til að starta söfnuninni.

Ef þetta verður ekki til að upplýsa málið þá rennur verðlaunaféð jafnt í Sjúkrasjóð VILLIKATTA og til DÝRAHJÁLPAR.

Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um málið er bent á að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða senda tölvupóst á abending@lrh.is

frostilitli