fbpx

Svar Sjálfstæðisflokkur Árborg

Góðan dag
Stefna D-lista er að vinna eftir samþykktum sem gilda um dýrahald í Árborg, ss samþykkt um kattahald, hundahald og búfjársamþykkt. D-listi hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á velferð dýra, þannig var td á síðasta kjörtímabili komið upp framúrskarandi athvarfi (Loppukot heitir það) fyrir óskiladýr í samráði við fulltrúa dýraverndarsamtaka. Nú nýta einnig tvö önnur sveitarfélög á Suðurlandi athvarf Árborgar.
Einnig var gert hundasleppisvæði við Selfoss sem auðveldar eigendum hunda að leyfa þeim að hreyfa sig í öruggu umhverfi. Á þessu kjörtímabili var sú aðstaða bætt enn frekar með öryggi í huga.
Unnið hefur verið með Taumi, félagi hundaeigenda, að endurbótum á svæðinu. Á stefnuskrá D-lista er að koma upp hundasleppisvæðum við Eyrarbakka og Stokkseyri.
Hvað villt dýr varðar þá hefur verið unnið að því að stemma stigu við fjölgun minks og refs, auk þess sem reynt hefur verið að halda villtum kanínustofni í skefjum. Leitast hefur verið við að fanga villiketti, tekið skal fram að allir hundar og kettir sem dýraeftirlit Árborgar hefur afskipti af og eru ómerkt eru auglýst á vef sveitarfélagsins og leitast við að koma dýrum til skila eftir því sem unnt er.
Fulltrúar D-lista eru jákvæðir fyrir samstarfi við félagið Villiketti um velferð villikatta.
Innan Árborgar er starfrækt fuglafriðland með sérstökum samstarfssamningi Árborgar við Fuglavernd, svo vikið sé að þeirri tegund.
Kveðja,
Ásta Stefánsd