fbpx

Svar Miðflokkurinn í Reykjavík

Kæru stjórnendur Villikatta,

Við hjá Miðflokknum erum mjög fylgjandi allri dýravernd og dýrahjálp.  Hið óeigingjarna starf sem félagið ykkar sinnir er ómetanlegt og við erum á þeirri skoðun að Reykjavíkurborg eigi að gera samning við félagið eins og fleiri hafa þegar gert.  Munum við í Miðflokknum í Reykjavík beita okkur fyrir því að svo verði.  Ég sem þetta skrifa fyrir hönd Miðflokksins er mikill dýravinur og hef nokkrum sinnum verið beðin um að taka þátt í starfsemi Villikatta. Hef fram að þessu ekki haft tíma til að vera með en lagt eins mikinn tíma og mér er unnt í að koma kisum í ógöngum til aðstoðar.  Þegar kosninga-annríkið er yfirstaðið þá væri ég mikið til í að koma í heimsókn til ykkar, kynna mér starfsemina og spjalla.

Varðandi stefnu í dýravernd þá er málið það að flokkurinn er svo nýr að stefnuskráin ekki fullmótuð ennþá.  Mikilvægi dýraverndar er óumdeilanlegt og mun kafli þar að lútandi verða settur í  stefnu flokksins á landsvísu innan tíðar.

Þetta mál var tekið upp á fundi með frambjóðendum í morgun og ég  beðin um að svara fyrir hönd framboðsins.  Við hlökkum til samstarfs.

Kær kveðja,

Linda Jónsdóttir

  1. sæti Miðflokksins í Reykjavík.