fbpx

Svar B-lista Framsóknar-og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð

Takk fyrir að senda inn þessa fyrirspurn og takk fyrir að vekja máls á ykkar góða sjálfboðaliðastarfi sem er sannarlega þarft og dýrmætt.

Í Dalvíkurbyggð eru stefnur sem unnið er eftir t.d. um búfjárhald, hundahald og svo þessi stefna um kattahald: https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/samthykkt-um-kattahald-i-dalvikurbyggd-2013.pdf
Það er á hendi Landbúnaðarráðs að fylgja þessum stefnum eftir, þær eru reglulega teknar til endurskoðunar og B-listinn styður þær.
Allir kettir í sveitarfélaginu eru skráðir og það er öflugt eftirlit með köttum af hendi almennings. Þannig er facebook notað til að vekja athygli á því ef sést köttur sem virðist í reiðuleysi og þannig hefst upp á eigandanum innan tíðar. Við erum líka heppin með það að sveitarfélagið er lítið og margir sem þekkja ketti og hunda nágranna sinna og láta sér annt um þá.
Við höfum ekki heyrt annað en að hverfandi sé að sjá vergangsdýr eða villt dýr í sveitarfélaginu en B-listinn ber dýravelferð fyrir brjósti og lætur sér annt um öll dýr og okkar blómlega landbúnaðarhérað.

Gangi ykkur vel í ykkar góða starfi.
F.h. B-listans í Dalvíkurbyggð
Katrín Sigurjónsdóttir.