fbpx

Svar frá VG í Kópavogi

Sæl og takk fyrir spurningarnar.

Hér má sjá svör Vinsti grænna í Kópavogi

  1. Hver er stefna ykkar flokks hvað varðar gæludýr, vergangsdýr og villt dýr í sveitafélaginu ? Vinstri græn eru í fararbroddi í umhverfis- og dýravernd. Í miklu þéttbýli eins og Kópavogi, er alltaf þessi fína lína milli verndar villtra dýra og friðhelgi og öryggi mannfólksins. Í Kópavogi eru auðvitað ekki refir, minnkar eða hreindýr, en hér eru mýs, rottur og villikettir og jafnvel kanínur, svo og fuglar himinsins sem bæjarbúar ( þar á meðal ég) gefa fæði um veturna. Flestir vilja verja heimkynni sín fyrir utanaðkomandi dýrum eins og rottum, sem þar að auki eru smitberar.Hvað varðar vergangsdýr, eins og villiketti, þá er auðvitað mikilvægt að koma þeim til hjálpar og virða að þarna eru lifandi verur, finna þeim skjól og heimili. Það virðist ekki vera mikið um vergangs ketti í Kópavogi og lítið verið rætt hér. Ég tel að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að eiga samstarf um þetta málefni.
  2. Er flokkurinn búinn að móta sér stefnu í dýravelferðarmálum ? Vinstri græn er með stefnu í dýraverndarmálum, sem byggjast á mikilvægi verndar líffræðilegs fjölbreytileika. Hvað varðar heimilisdýr og vergangsdýr gildir almennt sjónarmið um mannúð.

    Kveðja, Margrét Júlía Rafnsdóttir, oddviti Vinstrí grænna í Kópavogi