fbpx

Svar frá Sósíalistaflokknum Kópavogi

Sælir villikettir!

1. Við erum ekki með stefnumál í dýraverndunarmálum eða stefnu fyrir heimilsdýr né dýr sem lifa frjáls úti í nátturinni fyrir þessar kosningar.

Flokkurinn eru ungur eða eins árs og höfum við verið að vinna í okkar stefnumálum allt þetta ár. Þetta tekur tíma enda er samfélagið okkar margflókið.

Ég skrifa fyrir hönd flokksins í þetta skipti. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að dýravernd sé mikilvæg. Meðferð dýra skiptir mjög miklu máli og finnst mér því ykkar starf vera mikilvægt. Sjálfur á ég tvo ketti, Rósítu og Fransisco. Að auki er ég með stórt kattarbúr úti í skúr sem er fyrir veika ketti sem við tökum í fóstur og fá að vera hér á meðan þeir eru að jafna sig. Frambjóðandinn sem er í öðru sæti á listanum okkar á 9 heimilsdýr. Þannig að okkar hugur er hjá málleysingjum svo að það fari ekki að milli mála.

2. Flokkurinn á eftir að móta stefnu í þessum málaflokki.

Sósíalistaflokkurinn í Kópavogi